top of page

Um mig..

 

Kolbrún Sól heiti ég, er gift stórkostlegum manni, mín allra merkilegustu afrek eru tvö yndislegu og heilbrigðu börnin okkar. Þegar ég var ung kona var ég bæði afrekskona í handbolta og golfi.

Ég er með BSc í sjúkraþjálfun, ég búin að læra nálastungur og síðast en ekki síst er ég kennari í þerapíunni "Lærðu að elska þig".

Ég er að vinna sem sjúkraþjálfari og kennari í þerapíunni og auðvitað löngu búin að sjá það að líkami og sál eru algjörlega samverkandi. Ég get sagt ykkur það að þerapían er magnað fyrirbæri, ég fór fyrst  í þerapíuna hjá Guðbjörgu Ósk,og það er einmitt hún sem fann upp þerapíuna "Lærðu að elska þig" og ég varð algjörlega heilluð hvað þetta gerir fyrir mann og þegar ég kláraði, fann ég að ég vildi læra meira um þessi snilldar fræði, geta svo  kennt öðrum þessa fegurð sem hjálpar þeim að sjá sig, allt og alla í kringum sig og lífið allt í öðru ljósi og ekki skemmir að hafa þessa miklu þekkingu á líkamanum samhliða því, að því sögðu vill ég bara segja að ég var ekki gömul þegar ég uppgvötaði að það væri mín köllun að hjálpa fólki.

 

 

 

 

241842421_103175798786069_5035043085989662103_n.jpg
bottom of page