top of page

Þerapían

Þerapían „Lærðu að elska þig“  er einstaklingsmiðuð þjálfun og uppbygging fyrir einstaklinga sem vilja lifa stórkostlegu lífi.
Um er að ræða samtalsmeðferð sem er blanda af fróðleik, æfingum og verkefnum þar sem meðal annars eru kenndar aðferðir sem stuðla að jákvæðara hugarfari og sjálfsmati, aukinni meðvitund,  sjálfsöryggi og hugrekki, betri tengingu við sjálfa/n þig og innsæið.
Þerapían er örugg og áhugaverð leið til að skapa betra líf og líðan.

Framkoma þín og hegðun gagnvart þér og þeim sem þú umgengst verður kærleiksríkari og auðveldari. Þú lærir að standa með sjálfri/sjálfum þér, setja mörk og velja aðeins það sem er þér fyrir bestu og þú elskar að hafa í þínu lífi. Óttinn við höfnun og að særa aðra hverfur og framkoma þín verður fágaðri og einlægari en nokkru sinni fyrr. Meðvirkni og sjálfssvik hverfa og þú finnur hvernig þú nýtur lífsins betur og viðurkennir sjálfa/n þig eins og þú ert.

Þegar þú ferð að standa með sjálfri/sjálfum þér sérðu að það hefur jákvæð áhrif á alla í kringum þig. Allir sem þú umgengst fara að bera meiri virðingu fyrir þér og eiga auðveldara með að umgangast þig þar sem þú verður sannari og heiðarlegri og fólk veit betur hvar það hefur þig. Sjálfssvik er það sem við eigum erfiðast með að sjá og viðurkenna og valda meiri sársauka en önnur svik. Þeir sem svíkja sjálfa/n sig svíkja allan heiminn og viðhalda svikum því allir sem hafa tilhneigingu til að svíkja tengja sig við þessa orku.

Sjálfsöryggið þitt eflist og þér finnst þú fullkomin eins og þú ert akkúrat núna.
Þú hættir að dæma sjálfa/n þig og aðra, rífa þig niður og gera lítið úr þér þar sem viðhorfin þín gagnvart þér breytast mjög hratt til hins betra og sjálfsmatið þitt verður jákvæðara.
Þau samtöl sem þú æfir þig í að eiga við sjálfa/n þig verða uppbyggilegri og hvetjandi og auka þar með sjálfsánægju og hamingju þína.

Í þerapíunni munt þú uppgötva þá einstöku eiginleika sem þú býrð yfir og þú æfir þig í að meta sjálfa/n þig meira og alla  þá hæfileika sem þú hefur og sérð að þú hefur allt sem þarf til að lifa því lífi sem þú óskar þér og meira en það. Loksins gerir þú þér grein fyrir því hversu dásamleg mannvera þú ert, hvers þú ert megnug/u r og hvað lífið getur verið stórfenglegt.

Þú færð nýja lífssýn og skilning sem auðveldar þér að takast á við þau erfiðu og óþægilegu mál og aðstæður sem koma upp í þínu lífi. Ekkert slær þig útaf laginu lengur þar sem þú hefur styrk til að takast á við allt. Þú verður fær um að treysta á þig og þá staðreynd að lífið er alltaf eins og það á að vera það gerist ekkert í þínu lífi til þess eins að meiða þig eða brjóta þig niður. Þú finnur hvernig innsæið þitt eykst og hjálpar þér að velja rétt hverju sinni og hefur því eignast besta leiðbeinanda sem völ er á.

Hér eru nokkrar spurningar sem hjálpa þér að skilja hvort þú ert sátt/ur við lífið.

  • Hvað er það sem þú elskar að gera og kemur þér í gott skap ?

  • Er það eitthvað sem þú ert að gera reglulega ?

  • Hverjar eru ástríður þínar ?

  • Ertu oft þreytt/ur og orkulaus ?

  • Hvað hrífur þig og lætur þig gleyma stund og stað ?

  • Líður þér vel með öllum sem þú umgengst ?

  • Ertu oft kvíðin eða  áhyggjufull/ur þó ekkert sérstakt sé að ?

  • Ertu með verki eða óþægindi í líkamanum ?

  • Værir þú að gera aðra hluti ef þú værir að láta drauma þína rætast

  • Hættir þú við að gera eitthvað af því þér finnst þú ekki :

  • …líta nógu vel út ?

  • …passar ekki í hópinn ?

  • …ert ekki nógu góð/ur til að taka þátt ?

  • …finnst allir hinir betri, flottari eða klárari ?

  • …ert ekki á réttum aldri fyrir þetta ?

  • Ertu full/ur tilhlökkunar fyrir morgundeginum ?

Eftir að hafa svarað þessum spurningum ættir þú að skilja hvort það er eitthvað sem þú mundir vilja breyta eða hafa öðruvísi í þínu lífi. Hugsanlega sérðu betur að þú ert lítið tengd/ur við þig og veist ekkert hvað þú vilt, þú átt erfitt með að svara spurningunum sem er yfirleitt af því að þú ert þá búin að vera lengi að svíkja þig að einhverju leiti.
Að elska sjálfa/n þig eins og þú ert og elska alla sem þú átt að, elska þennan dag í dag og elska öll tækifærin sem þú færð í lífinu er stórfenglegasta tilfinning sem þú getur komist í og er bara hér handa þér.

HVERNIG FER ÞERAPÍAN FRAM

Þerapían er 12 skipti og tekur  9 – 11 mánuði.
Hver tími í þerapíunni er  90 mínútur nema um annað sé samið.
Það eru 3 vikur á milli tíma nema um annað sé samið.
Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma er mælt með að hafa tímana styttri og hafa styttra á milli þeirra.

Verð kr. 264.000,-
hver tími kr. 22.000,- x 12

Með því að bóka og greiða 12 tima saman
færðu 44.000,- í afslátt
verð  kr. 220.000,-

Eða tveir tímar frítt  eingöngu ef þerapían er borguð í eingreiðslu/staðgreitt.

Þú kemur í 90 mínútna einkatíma á 3ja vikna fresti og segir frá lífi þínu og þeim atburðum og aðstæðum sem hafa haft neikvæð áhrif á þig sem og að tala almennt um lífshlaup þitt.
Í hverjum tíma færð þú nýja aðferð eða daglega æfingu sem þú æfir næstu 3 vikurnar. Kennarinn útskýrir hin ýmsu lögmál og ástæður fyrir þeim atburðum sem hafa átt sér stað og hvernig þú getur forðast að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur.
Þú færð fróðleik og hugmyndir sem hjálpar þér að skilja tilganginn þinn, hver þú ert og hvað lætur þér líða vel, njóta lífsins og vera hamingjusöm / hamingusamur.
Að auki finnum við  lausn á þeim málum og aðstæðum sem þú ert að takast á við hverju sinni.

Í lok þerapíunnar færð þú mjög áhrifaríkt verkefni sem mun gjörbreyta framtíð þinni.

Einnig munt þú fá hugmyndir að lesefni, myndum og öðrum fróðleik sem getur hjálpað þér að ganga ennþá lengra á vegi farsældar og hamingju. Efni sem styður og útskýrir fróðleikinn og aðferðirnar betur eða á annan hátt sem hjálpar þér að skilja þessi mögnuðu fræði.

bottom of page